GYÐA KRISTJÁNSDÓTTIR

Ráðgjafi

Gyda_medium.jpg

Gyða er ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún er með BS gráðu í félagsmálafræði og MS gráðu í stjórnun og stefnumótun. Gyða hefur kennt sáttamiðlun við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. 

Gyða hefur hlotið viðurkenningu frá Vinnueftirlitinu til að starfa sem sérfræðingur við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum með áherslu á áhættuþætti tengda félagslegum og andlegum þáttum.   

YRSA GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR

Ráðgjafi

Yrsa_portrait.jpeg

Yrsa er ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún er með BS gráðu í sálfræði, diplóma í lýðheilsu og meistarapróf í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. 

Yrsa hefur hlotið viðurkenningu frá Vinnueftirlitinu til að starfa sem sérfræðingur við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum með áherslu á áhættuþætti tengda félagslegum og andlegum þáttum. 

STEFANÍA HILDUR ÁSMUNDSDÓTTIR

Ráðgjafi

stebba1 - Copy.jpeg

Stefanía Hildur er ráðgjafi hjá Hagvangi í mannauðsmálum og ráðningum. Hún er með BS gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MS gráðu frá Vrije Universiteit Amsterdam í vinnusálfræði. Þar lagði Stefanía sérstaka áherslu á líðan í starfi, og framkvæmdi t.a.m. rannsókn á tilfinningum, hugsunum og núvitund í vinnu í meistaraverkefni sínu.

 

Auk þess tók Stefanía 6 mánaða starfsnám í ráðningum og mannauðsmálum hjá Kraft Heinz í Hollandi áður en hún hóf störf hjá Hagvangi.